Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
   fös 23. maí 2025 11:12
Elvar Geir Magnússon
Hrannar Snær framlengir við Aftureldingu
Hrannar Snær Magnússon fagnar marki sínu gegn Víkingi.
Hrannar Snær Magnússon fagnar marki sínu gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Snær Magnússon hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu út næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2027.

Hrannar Snær er 23 ára gamall kantmaður sem kom til Aftureldingar frá Selfossi haustið 2023 en hann er uppalinn á Ólafsfirði þar sem hann spilaði með KF.

Hrannar var fljótur að stimpla sig inn hjá Aftureldingu og var öflugur í sóknarleik liðsins þegar það fór upp í Bestu deildina í fyrsta skipti í fyrra. Í fyrstu níu leikjunum á þessu tímabili í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum hefur Hrannar skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú.

„Afturelding fagnar því að Hrannar hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka áframhaldandi framförum í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu Aftureldingar.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 6 2 2 19 - 11 +8 20
2.    Breiðablik 10 6 1 3 17 - 16 +1 19
3.    Valur 10 5 3 2 22 - 13 +9 18
4.    Vestri 10 5 1 4 12 - 7 +5 16
5.    Stjarnan 10 4 2 4 17 - 18 -1 14
6.    ÍBV 10 4 2 4 12 - 15 -3 14
7.    KR 10 3 4 3 28 - 23 +5 13
8.    Fram 10 4 0 6 16 - 17 -1 12
9.    KA 10 3 3 4 10 - 17 -7 12
10.    FH 10 3 2 5 15 - 14 +1 11
11.    Afturelding 10 3 2 5 8 - 13 -5 11
12.    ÍA 10 3 0 7 12 - 24 -12 9
Athugasemdir