Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keli spáir í 4. umferð Lengjudeildarinnar
Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Mynd: Aðsend
Kemst Eyþór Wöhler á blað?
Kemst Eyþór Wöhler á blað?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keli spáir því að Njarðvík skori loksins úr víti.
Keli spáir því að Njarðvík skori loksins úr víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst fjórða umferð Lengjudeildar karla en deildin hefur farið skemmtilega af stað.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í hlaðvarpinu Dr Football spáir í leikina sem eru framundan í fjórðu umferð. Hún verður að mestu leikin í kvöld en það er einnig spilað á morgun.

ÍR 2 - 1 Selfoss (19:15 í kvöld)
Búið að vera alltof lítið af mörkum leikjum ÍR hingað til. Ég held að Bjarni Jó leyfi ÍR-ingum að vera með boltann og keyri á þá. Þetta fer samt sem áður 2-1 fyrir ÍR og Guðjón Máni gerir tvennu.

Fylkir 3 - 1 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Tvö góð lið. Ekki búið að ganga eins vel hjá Fylki og maður bjóst við miðað við undirbúningstímabilið. Þeir rífa sig í gang í kvöld. Pablo Aguilera með tvö mörk og eina stoðsendingu. Eyþór Wöhler kemst á blað.

Keflavík 4 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Það er allt í rugli upp í efra Breiðholti. Annað hvort eru það rauð spjöld eða það að þeir leka inn mörkum. Eru líka í vandræðum með að skora. Keflvíkingar eru á góðu róli. Gabríel Aron Sævarsson gerir aðra þrennu.

HK 3 - 3 Njarðvík (19:15 í kvöld)
Stórleikur umferðarinnar að mínu mati. Það verður markaveisla í Kórnum í kvöld. Það magnaðasta sem gerist í leiknum er að Njarðvík skorar úr víti og þar verður að verki Amin Cosic. Hann stígur á punktinn og setur hann á móti sínum gömlu félögum.

Grindavík 1 - 3 Þór (16:00 á morgun)
Tveir þjálfarar sem ég þekki vel og kann mjög vel við, Halli Hróðmars og Siggi Höskulds. Því miður þarf annar þeirra að tapa þessum leik og það verður Halli. Það magnaðasta sem mun gerast í þessum leik er að Hermann Helgi mun skora sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Þór.

Völsungur 2 - 1 Fjölnir (16:00 á morgun)
Völlararnir fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð. Elfar Árni með tvennu og Reynir Haralds gerir mark Fjölnis af 40 metrum, beint í vinkilinn.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (4 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Elmar Kári (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni eins og hún er núna.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 3 2 0 1 7 - 4 +3 6
2.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
3.    Fylkir 3 1 2 0 4 - 2 +2 5
4.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
5.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
6.    Grindavík 3 1 1 1 8 - 7 +1 4
7.    Þór 3 1 1 1 7 - 6 +1 4
8.    Þróttur R. 3 1 1 1 4 - 5 -1 4
9.    Selfoss 3 1 0 2 3 - 5 -2 3
10.    Völsungur 3 1 0 2 3 - 7 -4 3
11.    Fjölnir 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
12.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
Athugasemdir