Oliver Heiðarsson fór meiddur af velli þegar ÍBV gerði markalaust jafntefli gegn KA á dögunum. Omar Sowe, félagi hans í sóknarleik Eyjaliðsins, var ekki með í þeim leik vegna meiðsla.
Það er óvíst hversu lengi þeir verða frá en þeir hitta báðir bæklunarlækni í dag og þá kemur það betur í ljós.
Það er óvíst hversu lengi þeir verða frá en þeir hitta báðir bæklunarlækni í dag og þá kemur það betur í ljós.
Eyjamenn mæta Valsmönnum í Bestu deildinni á morgun en rætt var um Oliver og Omar, sem eru lykilmenn í sóknarleiknum hjá ÍBV, í Innkastinu á dögunum.
„Ef ég væri Eyjamaður, þá væri ég mjög áhyggjufullur með Oliver. Hann var mjög þungur á leiðinni af velli og verkjaður í hnénu. Mér fannst eins og það væri hnéð," sagði Magnús Þórir Matthíasson í Innkastinu.
„Ef að Oliver og Omar eru meiddir, þá eru þeir ólíklegir til þess að skora," sagði Magnús jafnframt.
„Oliver hefur byrjað þetta mót frábærlega," sagði Valur Gunnarsson.
Athugasemdir