Sir Jim Ratcliffe, eigandi Manchester United, rak um 250 starfsmenn síðasta sumar og niðurskurðurinn heldur áfram því í dag mun hann reka 200 starfsmenn til viðbótar.
Þetta kemur fram á Telegraph í dag en þar segir að starfsmenn félagsins muni fá að vita um örlög sín í dag.
Þetta kemur fram á Telegraph í dag en þar segir að starfsmenn félagsins muni fá að vita um örlög sín í dag.
Á meðal þeirra sem eru látnir fara eru njósnarar innan félagsins en verið er að breyta þeirri deild innan United.
Andrúmsloftið á meðal starfsfólks félagsins er í algjöru lágmarki. Starfsfólk United og fjölskyldur þeirra horfðu saman á úrslitaleikinn í Evrópudeildinni gegn Tottenham síðasta miðvikudag og það var baulað þegar Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan, eigendur félagsins, birtust á skjánum. Hundruðir voru samankomin til að horfa á leikinn.
Talið er að tapið í úrslitaleiknum og hörmulegt tímabil í ensku úrvalsdeildinni muni kosta félagið um 150 milljónir punda.
Stuðningsmenn United munu mótmæla eignarhaldi félagsins í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Aston Villa á sunnudag.
Athugasemdir