Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
banner
   fös 23. maí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slot: Ég kann líka við Raphinha og Lamine Yamal
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, sló á létta strengi þegar hann var spurður út í ummæli Deco, yfirmanns fótboltamála hjá Barcelona, frá því í gær.

Deco sagði þá að Luis Diaz, kantmaður Liverpool, væri á meðal leikmanna sem hann hefði áhuga á. Hann sagði einnig að hann væri hrifinn af Marcus Rashford.

„Ég skil að Deco sé mikill aðdáandi Luis Diaz. Ég er það líka," sagði Slot.

„Deco er aðdáandi nokkura leikmanna, eins og ég. Mér finnst Lamine Yamal og Raphinha líka vera góðir leikmenn."
Athugasemdir
banner