Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 15:51
Elvar Geir Magnússon
Pedro áfram í agabanni
Mynd: EPA
Joao Pedro, leikmaður Brighton, er áfram í agabanni og verður ekki með í leiknum gegn Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.

Pedro var ekki í leikmannahópi Brighton sem sigraði Englandsmeistara Liverpool á dögunum.

Pedro lenti saman við liðsfélaga sinn, Jan Paul van Hecke, á æfingu og því ákvað stjórinn Fabian Hurzeler að setja Pedro í agabann. Þessi 23 ára leikmaður hefur skorað tíu mörk í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann fékk rautt í 4-2 tapi gegn Brentford þann 19. apríl.

„Það kom upp atvik með Joao á æfingasvæðinu, eitthvað sem er ekki óalgengt í fótboltafélögum. Við höfum leyst málið innanhúss og því er lokið. Joao er magnaður leikmaður en það eru vissar reglur sem allir þurfa að fara eftir, það eru ekki gerðar neinar undantekningar," segir Hurzeler.

„Joao er enn ungur leikmaður sem mun vaxa og læra af þessu og koma sterkari til baka á næsta tímabili."

Brighton er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í möguleika á Evrópusæti fyrir lokaumferðina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner