Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slot óákveðinn með Trent - Ekki alltaf ánægður með hann
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Arne Slot segist ekki vera búinn að ákveða hvort að Trent Alexander-Arnold muni spila í lokaleik tímabilsins gegn Crystal Palace.

Alexander-Arnold mun yfirgefa Liverpool á frjálsri sölu eftir tímabilið og fer hann til Real Madrid. Stuðningsmenn félagsins eru ekki ánægðir með þetta og bauluðu á bakvörðinn gegn Arsenal á dögunum.

„Hann er að fara hvort sem er, svo af hverju ekki að hafa hann utan liðsins? Það gæti verið fyrsta gjöfin sem ég gef Xabi Alonso (nýjum stjóra Real Madrid," sagði Slot léttur en bætti svo við.

„Ég hef ekki enn ákveðið hvort að Trent muni spila, en þetta er dagur sem allir eiga að njóta."

Bikarinn fer á loft á Anfield á sunnudag.

„Stuðningsmenn Liverpool hafa lengi beðið eftir þessu augnabliki og við settum gott fordæmi gegn Spurs. Ég hef aldrei séð betri fagnaðarlæti en gegn Spurs. Trent á skilið að vera þarna, hann hefur verið stór hluti af þessu tímabili og átt ótrúleg ár hjá félaginu. Ég hef mikla trú á stuðningsmönnunum."

Slot talaði um það á fundinum að hann hefði ekki alltaf verið ánægður með Alexander-Arnold og sérstaklega ekki á undirbúningstímabilinu.

„Ég var ekki ánægður með hverja einustu mínútu frá honum á æfingasvæðinu. Hann gat gert meira, vægast sagt, og ég sagði það við hann. Ég sagði við hann að hann væri mun betri varnarmaður en fólk hélt, en hann sýndi það ekki alltaf," sagði Slot.
Athugasemdir
banner