Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Finnst það ekki í lagi að það mæti innan við 500 á A-landsleik"
Icelandair
Víkingaklappið tekið.
Víkingaklappið tekið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki hægt að segja að það hafi verið frábær mæting á vináttulandsleiki Íslands og Írlands á dögunum.

Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki gegn Írlandi á Laugardalsvelli, og vann þá báða. Það mættu 496 áhorfendur á fyrri leikinn og 729 á seinni leikinn.

„Ég veit að fólk er enn að vinna í því að koma sér út eftir Covid-gírinn, EM er í fullum gangi og annað, en mér finnst það ekki í lagi að það mæti innan við 500 manns á A-landsleik sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM síðastliðið haust," sagði Mist Rúnarsdóttir á Heimavellinum.

„Undir 1000, er ég ósanngjörn að finnast það drullulélegt?"

„Nei, mér finnst það mjög lélegt líka," sagði Aníta Lísa Svansdóttir. „Maður veit ekki alveg ástæðuna. Það voru færri á fyrri leiknum. Það er búið að vera í umræðunni með KSÍ að vera ekki með umferðir í 1. deild kvenna og 2. deild kvenna á sama tíma. Ekki að það sé 500 manns munur, en það munar alveg um einhverja aðila sem vilja koma á völlinn sem vilja bæði styðja félagslið sitt og landsliðið."

„Hefði þetta gerst með A-landslið karla, hefði verið umferð í Lengjudeildinni á sama tíma?"

„Það hefði aldrei gerst," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Heimavöllurinn: Írskir dagar og þriðjungsuppgjör á Maxinu
Athugasemdir
banner
banner
banner