Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   þri 18. júní 2024 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavellinum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ég er bara gífurlega sáttur með niðurstöðuna, og ótrúlega sáttur með viðbrögð leikmanna í seinni hálfleiknum. Allt kredit á þá, hvernig þeir komu út í seinni hálfleikinn, við höfðum engu að tapa, allt að vinna. Þeir ná að brjótast út úr skelinni og koma framar á völlinn. Kredit á þá fyrir seinni hálfleikinn, eins slakur og sá fyrri var."

Fyrri hálfleikurinn var algjörlega eign Framara en HK-ingar komu sterkir út í seinni hálfleikinn. Skilaboðin í hálfleik hafa þá verið mikilvæg.

„Það var bara það, að við þurftum bara fara út og gera bara eitthvað. Við þurftum að hugsa minna, gera meira og keyra meira á þá, þora að stíga upp og stíga út. Ég bað þá bara vinsamlegast um að finna það innra með sér að koma með það inn í seinni hálfleikinn, og þeir gerðu það svo sannarlega. Eins og ég segi hrós á þá."

Það var mikil harka í leiknum og alls var lyft 7 spjöldum. Það hefði getað verið eitthvað um rauð spjöld en Helgi Mikael dómari leiksins lét þau gulu nægja.

„Ég get alveg skilið það að Kristján Snær hafi mögulega verið heppinn þarna. Það aru auðvitað 40-50 metrar í þetta (frá hans sjónarhorni) en ég held hann hafi alveg sloppið með skrekkinn þar. Það var samt líka í hina áttina. Það var ekkert að ástæðulausu að Brynjar Gauti er tekinn útaf þarna á gulu spjaldi, nýbúinn að brjóta af sér. Þannig þetta var ekkert endilega ósanngjarnt, en vissulega mikið flautað og dálítið mikið brotið."

HK eru með 10 stig í 9. sæti deildarinnar þegar 10 leikir eru búnir. Þeim var spáð neðsta sæti af lang flestum fjölmiðlum, því hlýtur þetta að teljast ágætis stigasöfnun.

„Auðvitað ætla ég ekkert að vera vanþakklátur fyrir þau stig sem við erum komnir með. En við höfum ekki unnið leiki þar sem mér hefur fundist að við hefðum getað farið með sigur á tímabilinu hingað til. Á endanum þurfum við bara að vera þakklátir fyrir þau stig sem við erum komnir með, við höfum unnið okkur inn þau stig sem við höfum fengið, eins og hérna í dag. Andinn í liðinu í seinni hálfleik verðskuldaði ekkert minna fannst mér og hvernig við vörðumst hérna í lokin þegar þeir dældu á okkur. Þeir fengu horn eftir horn og voru að dæla boltanum inn í boxið þar sem þeir eru sterkir. Þá fannst mér drengirnir ekki eiga neitt annað skilið en fagnaðarlætin sem eru inn í klefa í augnablikinu."


Athugasemdir
banner
banner