Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
banner
   þri 18. júní 2024 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavellinum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ég er bara gífurlega sáttur með niðurstöðuna, og ótrúlega sáttur með viðbrögð leikmanna í seinni hálfleiknum. Allt kredit á þá, hvernig þeir komu út í seinni hálfleikinn, við höfðum engu að tapa, allt að vinna. Þeir ná að brjótast út úr skelinni og koma framar á völlinn. Kredit á þá fyrir seinni hálfleikinn, eins slakur og sá fyrri var."

Fyrri hálfleikurinn var algjörlega eign Framara en HK-ingar komu sterkir út í seinni hálfleikinn. Skilaboðin í hálfleik hafa þá verið mikilvæg.

„Það var bara það, að við þurftum bara fara út og gera bara eitthvað. Við þurftum að hugsa minna, gera meira og keyra meira á þá, þora að stíga upp og stíga út. Ég bað þá bara vinsamlegast um að finna það innra með sér að koma með það inn í seinni hálfleikinn, og þeir gerðu það svo sannarlega. Eins og ég segi hrós á þá."

Það var mikil harka í leiknum og alls var lyft 7 spjöldum. Það hefði getað verið eitthvað um rauð spjöld en Helgi Mikael dómari leiksins lét þau gulu nægja.

„Ég get alveg skilið það að Kristján Snær hafi mögulega verið heppinn þarna. Það aru auðvitað 40-50 metrar í þetta (frá hans sjónarhorni) en ég held hann hafi alveg sloppið með skrekkinn þar. Það var samt líka í hina áttina. Það var ekkert að ástæðulausu að Brynjar Gauti er tekinn útaf þarna á gulu spjaldi, nýbúinn að brjóta af sér. Þannig þetta var ekkert endilega ósanngjarnt, en vissulega mikið flautað og dálítið mikið brotið."

HK eru með 10 stig í 9. sæti deildarinnar þegar 10 leikir eru búnir. Þeim var spáð neðsta sæti af lang flestum fjölmiðlum, því hlýtur þetta að teljast ágætis stigasöfnun.

„Auðvitað ætla ég ekkert að vera vanþakklátur fyrir þau stig sem við erum komnir með. En við höfum ekki unnið leiki þar sem mér hefur fundist að við hefðum getað farið með sigur á tímabilinu hingað til. Á endanum þurfum við bara að vera þakklátir fyrir þau stig sem við erum komnir með, við höfum unnið okkur inn þau stig sem við höfum fengið, eins og hérna í dag. Andinn í liðinu í seinni hálfleik verðskuldaði ekkert minna fannst mér og hvernig við vörðumst hérna í lokin þegar þeir dældu á okkur. Þeir fengu horn eftir horn og voru að dæla boltanum inn í boxið þar sem þeir eru sterkir. Þá fannst mér drengirnir ekki eiga neitt annað skilið en fagnaðarlætin sem eru inn í klefa í augnablikinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner