Gísli Eyjólfsson átti mjög góðan leik í Blikaliði sem gerði 1-1 jafntefli við KR í toppslag í Vesturbænum í kvöld.
„Ég er alls ekki sáttur við eitt stig, við vildum þrjú stig í dag."
„Ég er alls ekki sáttur við eitt stig, við vildum þrjú stig í dag."
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
„Markið þeirra var óheppni, það var hik á okkur og við áttum að vera nær Kennie sem setur hann fyrir. Við leyfðum þeim að vera með boltann því það er ekkert mikið að frétta hjá þeim þegar þeir fá að vera með boltann. Mér fannst uppleggið virkilega gott og það heppnaðist, við hefðum átt að nýta færin bara."
Það var töluverður hasar í lokin.
„Leikirnir eru skemmtilegastir þannig, þegar er verið að kítast og pínu æsingur. KR er með hörku lið og hörku barátta í þeim en við náðum alveg að matcha þá í baráttunni."
Nánar er rætt við Gísla í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir