Antonio Conte, þjálfari Napoli á Ítalíu, segir að hann hafi verið meðvitaður um að nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen gæti farið frá félaginu í sumar.
Paris Saint-Germain er í viðræðum við Napoli um kaup á Osimhen, en ítalska félagið fer fram á rúmlega 100 milljónir evra.
Fabrizio Romano hefur sagt að viðræðurnar eigi ekki eftir að vera auðveldar en að stjórn PSG hafi þegar lagt blessun sína á kaupin.
Conte, sem tók við Napoli á dögunum, vissi af því að Osimhen gæti yfirgefið félagið í sumar.
„Það var þegar ljóst að það væri samkomulag um að brottför Osimhen. Tímasetningin er í takt við það sem við bjuggumst við, þannig það verða engin vandamál,“ sagði Conte.
Osimhen hefur þegar náð munnlegu samkomulagi við PSG en það má búast við frekari fregnum á næstu dögum.
Athugasemdir