Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fim 18. júlí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknismenn heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Leiknismenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum í deild og vonuðust til þess að snúa því við á móti Njarðvíkingum en svo varð ekki raunin.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Mikil vonbrigði. Mikil, mikil vonbrigði. Vorum grátlega nálægt því að jafna þetta hérna á síðustu mínútunum en það tókst ekki svo það eru bara vonbrigði að koma hérna og fá ekkert út úr leiknum." Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis eftir tapið í kvöld.

Leiknismenn komust snemma yfir í leiknum en misstu svo leikinn frá sér. 

„Það var pirrandi að ná ekki að halda út inn í hlé afþví að við tókum ekki mikinn þátt í fyrri hálfleiknum. Menn voru ekki að vinna vinnuna sína og voru ekki að vinna fyrir hvorn annan og liðið. Við áttum svo sem ekkert skilið að fara með jafntefli inn í hálfleikinn en auðvitað hefðum við kosið það." 

„Stóran hluta af seinni hálfleiknum þá erum við betra liðið og sköpum okkur færi en fáum á okkur klaufalegt mark þannig að þeir komast í 3-1 og þá er þetta orðið aðeins þyngra en það var allt annað lið sem að mætti hjá okkur í seinni hálfleikinn heldur en spilaði fyrri hálfleikinn og það er hægt að hrósa þeim fyrir það en við þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu." 

Nánar er rætt við Ólaf Hrannar Kristjánsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner