Leiknismenn heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
Leiknismenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum í deild og vonuðust til þess að snúa því við á móti Njarðvíkingum en svo varð ekki raunin.
Lestu um leikinn: Njarðvík 3 - 2 Leiknir R.
„Mikil vonbrigði. Mikil, mikil vonbrigði. Vorum grátlega nálægt því að jafna þetta hérna á síðustu mínútunum en það tókst ekki svo það eru bara vonbrigði að koma hérna og fá ekkert út úr leiknum." Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis eftir tapið í kvöld.
Leiknismenn komust snemma yfir í leiknum en misstu svo leikinn frá sér.
„Það var pirrandi að ná ekki að halda út inn í hlé afþví að við tókum ekki mikinn þátt í fyrri hálfleiknum. Menn voru ekki að vinna vinnuna sína og voru ekki að vinna fyrir hvorn annan og liðið. Við áttum svo sem ekkert skilið að fara með jafntefli inn í hálfleikinn en auðvitað hefðum við kosið það."
„Stóran hluta af seinni hálfleiknum þá erum við betra liðið og sköpum okkur færi en fáum á okkur klaufalegt mark þannig að þeir komast í 3-1 og þá er þetta orðið aðeins þyngra en það var allt annað lið sem að mætti hjá okkur í seinni hálfleikinn heldur en spilaði fyrri hálfleikinn og það er hægt að hrósa þeim fyrir það en við þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu."
Nánar er rætt við Ólaf Hrannar Kristjánsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |