Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 23:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Tryggvi hrósar sendingu Gylfa í hástert - „Endaði með svona huggulegu marki"
Fyrsta Evrópumarkið var af dýrari gerðinni.
Fyrsta Evrópumarkið var af dýrari gerðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'setur'ann í fyrsta, bolta sem ekkert rosa margir geta fundið'
'setur'ann í fyrsta, bolta sem ekkert rosa margir geta fundið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gífurlega mikilvægt mark hjá Lúkasi Loga í fyrri leiknum.
Gífurlega mikilvægt mark hjá Lúkasi Loga í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta var sterk liðsframmistaða hjá okkur í erfiðum aðstæðum'
'Þetta var sterk liðsframmistaða hjá okkur í erfiðum aðstæðum'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
'Ég kom inn á í dag og get varla ímyndað mér hvernig mönnum sem spiluðu 90 mínútur líður og leið í leiknum.'
'Ég kom inn á í dag og get varla ímyndað mér hvernig mönnum sem spiluðu 90 mínútur líður og leið í leiknum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég gerði það bara og það endaði með svona huggulegu marki'
'Ég gerði það bara og það endaði með svona huggulegu marki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þegar ég skoraði þá hljóp ég beint í hornið þar sem þeir voru og þá var kastað alls konar dóti í áttina að mér, dóti sem lenti við hliðina á mér; kveikjurum og fleiru'
'Þegar ég skoraði þá hljóp ég beint í hornið þar sem þeir voru og þá var kastað alls konar dóti í áttina að mér, dóti sem lenti við hliðina á mér; kveikjurum og fleiru'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann frábæran 0-4 útisigur á Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni og er liðið með því komið áfram í 2. umferð. Kristinn Freyr Sigurðsson, Guðmundur Andri Tryggvason og Patrick Pedersen sáu til þess að staðan var 0-3 í leikhléi.

Í seinni hálfleik innsiglaði Tryggvi Hrafn Haraldsson sigurinn með fjórða marki Vals og var það af dýrari gerðinni. Nánar af því hér aðeins síðar því Fótbolti.net ræddi við Tryggva í kvöld.

Lestu um leikinn: Vllaznia 0 -  4 Valur

„Mér líður mjög vel, þetta var sterk liðsframmistaða hjá okkur í erfiðum aðstæðum. Við erum sáttir með útkomuna," sagði Tryggvi.

Valsmenn voru fljótir að komast yfir og byggðu svo ofan á forystuna.

„Maður hugsaði eftir á að sem betur fer vorum við snemma komnir með ágætis forystu því þegar leið á þá dró mjög mikið af mönnum. Menn urðu þreyttir, það var náttúrulega steikjandi hiti, þungt loft og aðstæður ekki eins og við erum vanir. Það var mjög gott að komast yfir snemma."

Ef horft er alveg til baka, til jöfnunarmarksins hjá Lúkasi Loga í fyrri leiknum. Hversu mikilvægt var það í stóra samhenginu?

„Ég held að það hafi alveg skipt mjög miklu máli. Tölfræðilega séð dómineruðum við fyrri leikinn en fengum á okkur tvö þannig séð óþarfa mörk. Að ná inn jöfnunarmarki og vita að við þurfum ekki að elta, heldur byrjum á núlli í seinni leiknum, það gefur okkur mikið - var mjög sterkt."

Eruð þið alveg klárlega miklu betra lið en Vllaznia?

„Ég myndi segja það. Manni leið þannig eftir fyrri leikinn, komandi inn í þann seinni, að þetta væri lið sem við eigum að vinna, erum betri en þeir í fótbolta og tölurnar í fyrri leiknum sýndu það - þó að við vorum í raun heppnir að ná jafnteflinu. Fyrir leikinn í dag var hugsunin þannig að við værum betra fótboltalið en þeir og ef við spilum vel þá færum við áfram."

Hitinn í Shköder var mikill í dag og aðstæður erfiðar.

„Það er erfitt að lýsa þessu. Þetta er liggur við mesti hiti sem maður hefur verið í og þegar maður fór út á daginn þá lenti maður eiginleg á vegg - svo heitt var úti. Það var ekki hægt að vera úti í langan tíma. Þetta var skárra á kvöldin; á æfingunni í gær og í leiknum í dag. Ég kom inn á í dag og get varla ímyndað mér hvernig mönnum sem spiluðu 90 mínútur líður og leið í leiknum. Ég spilaði hálftíma og það tók mjög mikið á, dró af manni eftir enga stund. Þetta er hiti sem maður er ekki vanur og ég held það sé mjög vanur að venjast honum."

Hversu öflugur er þessi sigur?

„Þetta var mjög flottur leikur. Við hefðum getað skorað fleiri og eins hefðu þeir getað skorað. Ég myndi segja að fjögurra marka sigur úr einvíginu væri nokkuð sanngjarnt. Við spiluðum mjög vel í dag og er mjög sáttir við að hafa náð svona leik í þessum aðstæðum."

„Þetta var mjög sterk liðsframmistaða. Það er ógeðslega erfitt að spila, menn lögðu sig þvílíkt fram. Já, frammistaðan var örugglega með þeim betri á þessu tímabili."


Þá að markinu, Tryggvi var beðinn um að lýsa því.

„Við vinnum boltann neðarlega á vellinum og mig minnir að það sé Jónatan sem finnur Gylfa. Gylfi veit alltaf af mér úti vinstra megin, setur'ann í fyrsta, bolta sem ekkert rosa margir geta fundið, og svo var ég með endalausan tíma og pláss og hugsaði allan tímann um að ég væri að fara 'chippa'. Grasið var blautt og það er þá auðveldara. Ég gerði það bara og það endaði með svona huggulegu marki."

„Það er mjög auðvelt að ofhugsa hlutina, en ég hugsaði um leið og ég sá að Gylfi var að fara bomba honum fram, vissi að hann myndi finna mig fullkomlega, þá hugsaði ég að ég væri að fara 'chippa' honum. Ég var með allt þetta pláss og allan þennan tíma og framkvæmi það bara."


Þetta var fyrsta mark Tryggva í Evrópukeppni. Er það öðruvísi tilfinning?

„Í sjálfu sér ekki. Við vorum 3-0 yfir þegar þetta gerist, skiptir auðvitað máli en er samt ekki sigurmark. Það er auðvitað gaman að skora í Evrópu, alltaf góð tilfinning að setja hann."

Það var mikill hiti í lok fyrri leiksins og eftir hann, mikil læti og hótanir í garð stjórnarmann Vals. Er eitthvað stress á leikmönnum varðandi hvað gæti gerst?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Fyrir mig og okkur leikmenn þá líður okkur þannig eins og þetta hafi aldrei beinst að leikmönnum, var aldrei neitt vesen í kringum okkur, við vorum aldrei í neinni hættu. Þetta voru stjórnarmenn þeirra (með hótanir) við okkar stjórnarmenn og svo í garð dómarans. Okkur leið aldrei eins og við værum í neinni hættu."

„Þetta hefur gengið eins smurt og hægt er hérna úti, ekkert vesen. Við fengum lögreglufylgd á æfinguna í gær og í leikinn í dag. Það var fullt af lögreglufólki á leiknum í dag og öryggisvörðum. Þannig manni leið eins og það væri nein hætta á að eitthvað myndi gerast."


Stuðningsmenn Vllaznia köstuðu blysum á völlinn seint í leiknum og gera þurfti stutt hlé á leiknum. Fljótlega í kjölfarið tók Tryggvi hornspyrnu í því horni þar sem stuðningsmenn höfðu verið að kasta inn á völlinn. Varstu ekkert stressaður að fá eitthvað í þig?

„Jú, alveg létt stressaður. Þegar ég skoraði þá hljóp ég beint í hornið þar sem þeir voru og þá var kastað alls konar dóti í áttina að mér, dóti sem lenti við hliðina á mér; kveikjurum og fleiru. Það var búið að gerast og þegar við unnum horn í uppbótartíma þá hugsaði ég hvort ég myndi fá eitthvað í mig. Ég tók hornspyrnuna nokkuð hratt, en það kom ekkert inn á þannig það var ekkert vesen," sagði Tryggvi.

Framundan hjá Valsmönnum er flug heim seinni partinn á morgun og svo er deildarleikur gegn Fram á mánudag. Næsta fimmtudag er svo heimaleikur gegn skoska liðinu St. Mirren í 2. umferð forkeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner