Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 18. ágúst 2019 19:38
Sverrir Örn Einarsson
Zeba: Fólk kom til mín strax eftir leik
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Mynd: Benóný Þórhallsson
Josip Zeba stóð vaktina að vanda í hjarta varnar Grindavíkur þegar liðið tók á móti HK á Mustadvellinum í Grindavík í dag. HK komst yfir eftir að vítaspyrna var dæmd á Zeba fyrir brot á Birki Val Jónssyni en myndbandsupptökur benda til þess að sá dómur hafi hreinlega verið rangur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 HK

„Mér persónlega líður bara illa, við gerðum okkar besta og börðumst til enda og áttum kannski meira skilið en svona er fótboltinn," sagði Zeba um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Vítaspyrna var dæmd á Zeba eins og áður sagði. Fannst honum þetta vera víti?

„Mér fannst það ekki. Fólk kom til mín strax eftir leik og sagði mér að þetta hefði ekki átt að vera víti en dómarinn sér það hann sér. Mér fannst það ekki vera víti en það er ekki mikilvægt, hann dæmir víti og þeir skora og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir það en ég segi bara til hamingju við liðið mitt. Við börðumst og börðumst til síðustu stundar og munum berjast í hverjum einasta leik.“

Grindavík verður seint þekkt fyrir logn og talsverður vindur var á vellinum í dag. Hvernig kann Zeba við að spila í suðurnesjagolunni?

„Allir hér í Grindavík segja mér að þetta sé besta sumar sem verið hefur. Fyrir mig er veðrið fullkomið, við æfum á þessum fullkomna velli og allir gera sitt besta svo vindurinn er ekkert vandamál fyrir okkur.“

Sagði Josip Zeba en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner