Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 18. ágúst 2019 19:38
Sverrir Örn Einarsson
Zeba: Fólk kom til mín strax eftir leik
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Mynd: Benóný Þórhallsson
Josip Zeba stóð vaktina að vanda í hjarta varnar Grindavíkur þegar liðið tók á móti HK á Mustadvellinum í Grindavík í dag. HK komst yfir eftir að vítaspyrna var dæmd á Zeba fyrir brot á Birki Val Jónssyni en myndbandsupptökur benda til þess að sá dómur hafi hreinlega verið rangur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 HK

„Mér persónlega líður bara illa, við gerðum okkar besta og börðumst til enda og áttum kannski meira skilið en svona er fótboltinn," sagði Zeba um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Vítaspyrna var dæmd á Zeba eins og áður sagði. Fannst honum þetta vera víti?

„Mér fannst það ekki. Fólk kom til mín strax eftir leik og sagði mér að þetta hefði ekki átt að vera víti en dómarinn sér það hann sér. Mér fannst það ekki vera víti en það er ekki mikilvægt, hann dæmir víti og þeir skora og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir það en ég segi bara til hamingju við liðið mitt. Við börðumst og börðumst til síðustu stundar og munum berjast í hverjum einasta leik.“

Grindavík verður seint þekkt fyrir logn og talsverður vindur var á vellinum í dag. Hvernig kann Zeba við að spila í suðurnesjagolunni?

„Allir hér í Grindavík segja mér að þetta sé besta sumar sem verið hefur. Fyrir mig er veðrið fullkomið, við æfum á þessum fullkomna velli og allir gera sitt besta svo vindurinn er ekkert vandamál fyrir okkur.“

Sagði Josip Zeba en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir