Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 18. ágúst 2019 19:38
Sverrir Örn Einarsson
Zeba: Fólk kom til mín strax eftir leik
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Mynd: Benóný Þórhallsson
Josip Zeba stóð vaktina að vanda í hjarta varnar Grindavíkur þegar liðið tók á móti HK á Mustadvellinum í Grindavík í dag. HK komst yfir eftir að vítaspyrna var dæmd á Zeba fyrir brot á Birki Val Jónssyni en myndbandsupptökur benda til þess að sá dómur hafi hreinlega verið rangur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 HK

„Mér persónlega líður bara illa, við gerðum okkar besta og börðumst til enda og áttum kannski meira skilið en svona er fótboltinn," sagði Zeba um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Vítaspyrna var dæmd á Zeba eins og áður sagði. Fannst honum þetta vera víti?

„Mér fannst það ekki. Fólk kom til mín strax eftir leik og sagði mér að þetta hefði ekki átt að vera víti en dómarinn sér það hann sér. Mér fannst það ekki vera víti en það er ekki mikilvægt, hann dæmir víti og þeir skora og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir það en ég segi bara til hamingju við liðið mitt. Við börðumst og börðumst til síðustu stundar og munum berjast í hverjum einasta leik.“

Grindavík verður seint þekkt fyrir logn og talsverður vindur var á vellinum í dag. Hvernig kann Zeba við að spila í suðurnesjagolunni?

„Allir hér í Grindavík segja mér að þetta sé besta sumar sem verið hefur. Fyrir mig er veðrið fullkomið, við æfum á þessum fullkomna velli og allir gera sitt besta svo vindurinn er ekkert vandamál fyrir okkur.“

Sagði Josip Zeba en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner