Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 18. ágúst 2019 19:38
Sverrir Örn Einarsson
Zeba: Fólk kom til mín strax eftir leik
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Josip Zeba fagnar marki fyrir Grindavík
Mynd: Benóný Þórhallsson
Josip Zeba stóð vaktina að vanda í hjarta varnar Grindavíkur þegar liðið tók á móti HK á Mustadvellinum í Grindavík í dag. HK komst yfir eftir að vítaspyrna var dæmd á Zeba fyrir brot á Birki Val Jónssyni en myndbandsupptökur benda til þess að sá dómur hafi hreinlega verið rangur.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 HK

„Mér persónlega líður bara illa, við gerðum okkar besta og börðumst til enda og áttum kannski meira skilið en svona er fótboltinn," sagði Zeba um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Vítaspyrna var dæmd á Zeba eins og áður sagði. Fannst honum þetta vera víti?

„Mér fannst það ekki. Fólk kom til mín strax eftir leik og sagði mér að þetta hefði ekki átt að vera víti en dómarinn sér það hann sér. Mér fannst það ekki vera víti en það er ekki mikilvægt, hann dæmir víti og þeir skora og það er ekki auðvelt að koma til baka eftir það en ég segi bara til hamingju við liðið mitt. Við börðumst og börðumst til síðustu stundar og munum berjast í hverjum einasta leik.“

Grindavík verður seint þekkt fyrir logn og talsverður vindur var á vellinum í dag. Hvernig kann Zeba við að spila í suðurnesjagolunni?

„Allir hér í Grindavík segja mér að þetta sé besta sumar sem verið hefur. Fyrir mig er veðrið fullkomið, við æfum á þessum fullkomna velli og allir gera sitt besta svo vindurinn er ekkert vandamál fyrir okkur.“

Sagði Josip Zeba en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner