Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. ágúst 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City vill mun meira en 60 milljónir fyrir Bernardo
Mynd: EPA
Manchester City hefur engan sérstakan áhuga á því að selja Bernardo Silva í sumar. Félagið býst ekki við því að fá tilboð í miðjumanninn það sem eftir er félagaskiptagluggans. Bernardo, sem er 28 ára Portúgali, hefur verið orðaður við bæði Barcelona og PSG í sumar.

Samkvæmt frétt á The Times í dag þá er PSG að undirbúa tæplega 60 milljóna punda tilboð í Bernardo en City þarf að sjá talsvert hærri upphæð til að taka tilboðinu alvarlega.

Hingað til hafa hvorki Bernardo né umboðsmenn sagt við City að miðjumaðurinn vilji fara frá félaginu.

Ef hann færi þyrfti City að finna mann í hans stað og er það ekki svo auðvelt verkefni þegar einungis tvær vikur eru eftir af félagsskiptaglugganum.

Bernardo hefur byrjað á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum en komið inná sem varamaður í þeim báðum.

Sjá einnig:
Silva virðist vera að kveðja Man City
Pep vill halda Bernardo en veit ekki hvað gerist
Athugasemdir
banner
banner
banner