Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. ágúst 2022 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Slæm byrjun varð Breiðabliki að falli
Natasha var á skotskónum.
Natasha var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg.
Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenborg 4 - 2 Breiðablik
1-0 Emilie Nautnes ('4 )
2-0 Cesilie Andreassen ('11 )
3-0 Emilie Nautnes ('18 )
4-0 Emilie Nautnes ('48 )
4-1 Natasha Moraa Anasi ('68 )
4-2 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('70 )
Lestu um leikinn

Breiðablik, sem fór alla leið í riðlakeppni í fyrra, er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta árið.

Blikar mættu norska stórliðinu Rosenborg í Þrándheimi í dag, í leik þar sem allt var undir. Breiðablik hefur misst nokkra lykilmenn á síðustu viku; í önnur félög, í meiðsli og í skóla.

Sjá einnig:
Fengu ekki grænt ljós frá Harvard fyrir úrslitaleik í Þrándheimi

Þetta var alltaf að fara að vera erfitt en slæm byrjun gerði svo gott sem út um vonir Blika. Rosenborg var komið 3-0 yfir eftir 18 mínútur og þær grænklæddu úr Kópavogi slegnar út af laginu.

Emilie Nautnes átti stórleik með Rosenborg og gerði þrennu.

Natasha Moraa Anasi og Helena Ósk Hálfdánardóttir náðu að laga stöðuna fyrir Blika í seinni hálfleik en lokatölurnar í þessum leik voru 4-2 fyrir Rosenborg. Blikar unnu seinni hálfleikinn en það skiptir engu máli.

Breiðablik er úr leik en mætir samt Slovácko frá Tékklandi á sunnudaginn. Sá leikur skiptir engu máli varðandi það að komast áfram - Blikar eru úr leik - en UEFA ákveður að setja forkeppnina upp svona.

Svekkjandi niðurstaða fyrir Kópavogsfélagið en þær eiga enn möguleika á tveimur titlum hér heima. Þær eru í titilbaráttu við Val og framundan er bikarúrslitaleikur þar sem þær mæta einmitt Valskonum.

Selma Sól Magnúsdóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er á meðal leikmnna Rosenborg sem mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi á sunnudag. Sigurliðið þar fer áfram á næsta stig forkeppninnar. Selma lék nánast allan tímann með Rosenborg í dag og átti flottan leik.

Sjá einnig:
Valur mætir írsku meisturunum í úrslitaleik
Athugasemdir
banner
banner
banner