Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 18. september 2019 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Vona að þeir sakni mín ekki of mikið
Davíð Þór Viðarson.
Davíð Þór Viðarson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarson fyrirliði FH tilkynnti nú í vikunni að hann hyggðist setja skónna upp í hillu þegar tímabilinu lýkur í Pepsi Max deildinni þetta haustið.

Davíð var meðal varamanna FH þegar liðið lagði ÍBV 6-4 í vægast sagt ótrúlegum leik en kom ekkert við sögu,

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að venja sig á. Það var reyndar bara mjög þægilegt framan af og við spiluðum virkilega vel en svo gáfum við heldur betur eftir.“

Sagði Davíð aðspurður hvernig hefði verið að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni.

Eins og áður sagði mun Davíð hætta að loknu þessu tímabili. Hefur þessi ákvörðun verið lengi í gerjun eða kom þetta upp með skömmum fyrirvara,

„Ég var nú búinn að ákveða þetta fyrir dálítið löngu síðan einhvertíman í byrjun móts eða fyrir mót að þetta yrði að öllum líkindum síðasta tímabilið mitt og var orðinn alveg ákveðinn í þvi fyrir nokkrum vikum síðan.“

Davíð hefur um árabil verið einn besti miðjumaður deildarinnar og verða miðjumenn deildarinnar eflaust fegnir að þurfa ekki að mæta honum á vellinum næsta sumar.

„Já það er örugglega mismunandi. Það eru margir sem fannst örugglega fínt að spila á móti mér en maður hefur á þessum ferli náð að vinna marga titla og þar af leiðandi mikið af leikjum og auðvitað pirrandi að spila á móti liðum og mönnum sem vinna mikið af leikjum en ég vona að þeir sakni mín ekki of mikið“

Sagði Davíð Þór Viðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner