Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mið 18. september 2019 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Vona að þeir sakni mín ekki of mikið
Davíð Þór Viðarson.
Davíð Þór Viðarson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarson fyrirliði FH tilkynnti nú í vikunni að hann hyggðist setja skónna upp í hillu þegar tímabilinu lýkur í Pepsi Max deildinni þetta haustið.

Davíð var meðal varamanna FH þegar liðið lagði ÍBV 6-4 í vægast sagt ótrúlegum leik en kom ekkert við sögu,

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að venja sig á. Það var reyndar bara mjög þægilegt framan af og við spiluðum virkilega vel en svo gáfum við heldur betur eftir.“

Sagði Davíð aðspurður hvernig hefði verið að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni.

Eins og áður sagði mun Davíð hætta að loknu þessu tímabili. Hefur þessi ákvörðun verið lengi í gerjun eða kom þetta upp með skömmum fyrirvara,

„Ég var nú búinn að ákveða þetta fyrir dálítið löngu síðan einhvertíman í byrjun móts eða fyrir mót að þetta yrði að öllum líkindum síðasta tímabilið mitt og var orðinn alveg ákveðinn í þvi fyrir nokkrum vikum síðan.“

Davíð hefur um árabil verið einn besti miðjumaður deildarinnar og verða miðjumenn deildarinnar eflaust fegnir að þurfa ekki að mæta honum á vellinum næsta sumar.

„Já það er örugglega mismunandi. Það eru margir sem fannst örugglega fínt að spila á móti mér en maður hefur á þessum ferli náð að vinna marga titla og þar af leiðandi mikið af leikjum og auðvitað pirrandi að spila á móti liðum og mönnum sem vinna mikið af leikjum en ég vona að þeir sakni mín ekki of mikið“

Sagði Davíð Þór Viðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner