Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 18. september 2019 21:48
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Ingi reiknar með að spila áfram: Veit ekki hvaðan þetta kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er léttir að við kláruðum þetta," sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

„Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir. Mér fannst við mikið betri í fyrri hálfleik og vorum við óheppnir að fara bara með 1-0 í leikhlé. Við hleypum þeim inn í leikinn, vorum ekki nógu agressívir í pressunni. Þeir fá þetta mark og þeir eru með hörkulið, þá fór aðeins um mann. Blessunarlega þá reis Helgi Valur upp og kláraði þetta undir lokin, ásamt Emil og öllu liðinu."

Helgi Sigurðsson mun sem þjálfari Fylkis eftir tímabilið og hefur nafn Ólafs Inga verið í umræðunni, þ.e.a.s. að hann verði eftirmaður Helga í Árbænum.

„Þetta er hálfskrýtið, ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Þetta er kannski þess vegna að ég er að taka mínar þjálfaragráður. Við erum leiðir að missa Helga, hann er búinn að sinna þessu starfi frábærlega í þrjú ár. Við viljum klára þetta vel fyrir Helga og félagið," sagði Ólafur Ingi.

„Nú fer maður undir feld hvort maður ætli að taka annað tímabil. Það er efst í mínum huga hvort ég ætli að spila á næsta tímabili. Ég reikna frekar með því, mér finnst ég vera í fínu standi."

„Einhvern tímann kemur að því að maður getur ekki spriklað lengur og þá tekur við annar kafli. Hvort það verði þjálfun það verður að koma í ljós. Ég er alla vega að taka þessar gráður því ég hef gaman af fótbolta og ég vil halda öllum framtíðaráformum opnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner