Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 18. september 2019 21:48
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Ingi reiknar með að spila áfram: Veit ekki hvaðan þetta kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er léttir að við kláruðum þetta," sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

„Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir. Mér fannst við mikið betri í fyrri hálfleik og vorum við óheppnir að fara bara með 1-0 í leikhlé. Við hleypum þeim inn í leikinn, vorum ekki nógu agressívir í pressunni. Þeir fá þetta mark og þeir eru með hörkulið, þá fór aðeins um mann. Blessunarlega þá reis Helgi Valur upp og kláraði þetta undir lokin, ásamt Emil og öllu liðinu."

Helgi Sigurðsson mun sem þjálfari Fylkis eftir tímabilið og hefur nafn Ólafs Inga verið í umræðunni, þ.e.a.s. að hann verði eftirmaður Helga í Árbænum.

„Þetta er hálfskrýtið, ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Þetta er kannski þess vegna að ég er að taka mínar þjálfaragráður. Við erum leiðir að missa Helga, hann er búinn að sinna þessu starfi frábærlega í þrjú ár. Við viljum klára þetta vel fyrir Helga og félagið," sagði Ólafur Ingi.

„Nú fer maður undir feld hvort maður ætli að taka annað tímabil. Það er efst í mínum huga hvort ég ætli að spila á næsta tímabili. Ég reikna frekar með því, mér finnst ég vera í fínu standi."

„Einhvern tímann kemur að því að maður getur ekki spriklað lengur og þá tekur við annar kafli. Hvort það verði þjálfun það verður að koma í ljós. Ég er alla vega að taka þessar gráður því ég hef gaman af fótbolta og ég vil halda öllum framtíðaráformum opnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner