Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Neymar reyndi allt til að komast frá PSG
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Thomas Tuchel, stjóri Paris Saint-Germain, viðurkennir að Neymar hafi gert allt sem hann gat til að komast frá félaginu í sumar.

Neymar var í allt sumar orðaður við Barcelona og Real Madrid.

Brasilíumaðurinn fór ekki leynt með það að hann vildi yfirgef frönsku höfuðborgina. Stuðningsmenn PSG hafa lítinn húmor fyrir því og hafa baulað á leikmanninn.

Tuchel segist skilja pirring stuðningsmanna en segir að Neymar sé atvinnumaður og muni halda áfram að leggja sig allan fram fyrir félagið.

„Óánægja áhorfenda leyndi sér ekki og ég sýni henni skilning. Utan þess þá er samband mitt og leikmannsins með besta móti. Hann fer alltaf eftir mínum fyrirmælum og leggur sig fram. Þess vegna er auðvelt fyrir mig að láta hann spila. Hann hefur alltaf æft eins og atvinnumaður," segir Tuchel.

„Hann reyndi allt til að komast burt í sumar en nú þegar glugginn er lokaður þá einbeitir hann sér bara að liðinu. Hann er sigurvegari. Hann er hungraður og gefur allt í þetta. Hann þarf bara að loka eyrunum fyrir baulinu."

PSG mætir Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner