fös 18. september 2020 15:08
Magnús Már Einarsson
Thiago Alcantara: Ég þarf að vera fljótur að aðlagast liðinu
Mættur til Liverpool.
Mættur til Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Þetta er ótrúleg tifinning. Ég hef beðið lengi eftir þessu augnabliki og ég er mjög ánægður með að vera hér," sagði Thiago Alcantara eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Liverpool í dag.

Hinn 29 ára gamli Thiago kemur til Liverpool eftir að hafa unnið fjölda titla með Bayern Munchen undanfarin ár.

„Þegar árin líða þá reynir þú að vinna eins mikið af titlum og þú getur. Þegar þú ert að vinna þá viltu vinna ennþá meira. Ég held að félagið lýsi því sama og ég. Ég vil ná öllum markmiðum og vinna eins marga titla og hægt er."

„Félagið er líka með þessa fjölskyldutilfinningu sem ég þarf á að halda því að ég áður átt í mjög nánu sambandi við félag og ég vil upplifa það sama hjá þessu félagi."

„Ég þarf að vera fljótur að aðlagast liðinu í þessum aðstæðum sem við erum í núna. Það er þétt leikjaálag og við byrjuðum tímabilið aðeins seinna en þetta er ennþá fótbolti og í byrjun þurfum við að blanda saman öllum góðu hlutunum sem við höfum. Ég mun hjálpa liðinu varnarlega, sóknarlega og andlega."

„Ég mun leggja mig fram að öllu hjarta fyrir liðsfélaga mína, félagið og stuðningsmennina."

Athugasemdir
banner
banner