Úrslitakeppni neðri hlutans í Bestu er lokið og það er ÍBV sem kveður deildina. Blikar rönkuðu við sér eftir dapurt gengi að undanförnu og eru aftur komnar í Evrópusæti. Framundan eru landsleikir og Meistaradeildarævintýri og það er margt að ræða. Elíza Gígja Ómarsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir mæta á Heimavöllinn og fara yfir málin með Mist Rúnarsdóttur. Í boði Dominos og Orku Náttúrunnar.
Á meðal efnis:
- Eyjakonur kveðja eftir ljótan skell
- Magnaðir Stólar í stuði
- Eyðimerkurgöngunni lokið og Evrópa er séns
- ON-leikmenn efri og neðri hluta
- Austurrísku Meistararnir mæta á Origo
- Solid í Sunny Kef
- Til hamingju ÍA
- St. Pölten Dominos spurning
- Slagsmál við Wales á föstudag
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir