Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 12:15
Elvar Geir Magnússon
Perisic til PSV (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Króatinn Ivan Perisic hefur lokið læknisskoðun hjá hollenska félaginu PSV Eindhoven og skrifað undir samning til júní 2025.

Perisic er 35 ára og kemur til PSV með reynslu og leiðtogahæfileika.

Hann hefur átt blómlegan feril með félögum á borð við Bayern München, Inter og Tottenham.

Hann var á láni frá Tottenham hjá Hajduk Split seinni hluta síðasta tímabils til að koma sér aftur í gott form eftir að hafa slitið krossband strax í byrjun síðasta tímabils.

Hann hefur spilað 136 leiki og skorað 33 mörk fyrir krótatíska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner