
Slúðurpakki dagsins er sérstaklega áhugaverður. Manchester City sýnir ungum leikmanni Manchester United áhuga, Juve vill leikmann City og Liverpool gæti gert tilboð í varnarmann Barcelona. Allt í boði Powerade.
Klásúla í samningi Rúben Amorim gerir það að verkum að hann myndi fá 12 milljóna punda starfslokagreiðslu ef Manchester rekur hann innan við ári eftir að hann var ráðinn (þann 1. nóvember). (Mail)
Tekjuaukning Manchester United gefur félaginu betri möguleika á að geta keypt kamerúnska miðjumanninn Carlos Baleba (21) frá Brighton. (Mirror)
Manchester City er að íhuga að gera tilboð í Kobbie Mainoo (20) hjá Manchester United. Newcastle og Chelsea hafa einnig áhuga á miðjumanninum. (TeamTalk)
Juventus mun reyna að fá portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (31) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Manchester City rennur út næsta sumar. (Tuttosport)
Chelsea hefur áfram áhuga á Morgan Rogers (23) þó 80 milljóna punda verðmiði Aston Villa hafi fælt bláliða frá í sumar. (Sun)
Christantes Uche (22), sem er á láni hjá Crystal Palace frá Getafe, verður alfarið leikmaður Palace ef nígeríski framherjinn byrjar 10 leiki á tímabilinu. (Marca)
Liverpool er tilbúið að bjóða 50 milljónir evra (43,35 milljónir punda) í Ronald Araujo (26) varnarmann Barcelona. Tottenham hefur einnig áhuga á úrúgvæska landsliðsmanninum. (Fichajes)
Birmingham er tilbúið að gera nýjan samning við markvörðinn efnilega Alfie Smith (14) til að fæla frá áhuga Manchester United, Arsenal, Liverpool og Manchester City. (Mail)
Chelsea er nýjasta félagið til að sýna enska miðverðinum Marc Guehi (25) hjá Crystal Palace áhuga en samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)
Athugasemdir