Vincent Kompany, þjálfari Bayern München, var ekki sammála Enzo Maresca, stjóra Chelsea, að Jonathan Tah hafi átt skilið að vera rekinn af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.
Maresca vildi sjá Tah fá rauða spjaldið fyrir að slá til Joao Pedro í baráttu þeirra á miðsvæðinu, en Tah hlaut aðeins gult spjald fyrir.
Eftir leikinn sagði Maresca þetta einn af nokkrum hlutum sem höfðu áhrif á 3-1 tap enska liðsins.
Kompany, sem spilaði sjálfur sem varnarmaður, og var reglulega í barning við sterka framherja er á öðru máli en Maresca.
„Ég vildi einmitt fá aukaspyrnu á Chelsea. Mér fannst hann brjóta á honum (Tah),“ sagði Kompany.
„Kannski er ég hlutdrægur, en mér sýndist hann toga í treyju Tah sem reyndi síðan að komast undan, þannig sem varnarmaður viltu bara hrista sóknarmanninn af þér. Ég vil ekki ræða þetta of mikið því mín skoðun er sú að þetta var alls ekki það stórt atvik,“ sagði hann enn fremur.
TREMENDA PIÑA EN LA BOCA DEL ESTÓMAGO LE PUSO TAH A JOÃO PEDRO
— La Perla (@Perla_Londres) September 17, 2025
El VAR?? pic.twitter.com/IOC4UQsmWd
Athugasemdir