Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ótrúlega vonsvikinn eftir óvænt bikartap - „Maður verður að þekkja viðvörunarmerkin“
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Nottingham Forest, var myrkur í máli eftir óvænta 3-2 tapið gegn Swansea City í enska deildabikarnum í gær, en Forest kastaði frá sér unnum leik.

Forest fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn gegn enska B-deildarliðinu.

Igor Jesus skoraði bæði mörkin, en var skipt af velli í hálfleik og þá gerði Postecoglou nokkrar aðrar breytingar sem við höfðu einnig áhrif á gang leiksins.

Í þeim síðari skoruðu heimamenn í Swansea þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútunum og unnu þar magnaðan endurkomusigur á úrvalsdeildarliðinu.

„Við áttum að ganga frá þeim og fengum næg færi til þess að gera það, en nokkrar ákvarðanir fóru ekki okkur í hag. Mér fannst strákunum líða heldur þægilega á þessu augnabliki, en maður verður að þekkja viðvörunarmerkin.“

„Leikmennirnir héldu bara að þetta myndi flæða náttúrlega í átt að sigra, en það kostaði okkur heldur betur mikið. Við þurfum að bæta okkur.“

„Þetta kvöld var frábært tækifæri fyrir okkur til að komast áfram í bikarkeppni og um leið tækifæri til þess að ná árangri í þeirri keppni, en að láta þetta renna okkur úr greipum. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði að við létum þetta renna úr okkar greipum,“
sagði Postecoglou.
Athugasemdir