Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 18. október 2025 06:00
Fótbolti.net
Helgi Mikael dæmir leik KR og ÍBV
Helgi Mikael verður með flautuna í Vesturbænum.
Helgi Mikael verður með flautuna í Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar dæmir í kvöld.
Vilhjálmur Alvar dæmir í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komið er að næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar en margra augu verða á Meistaravöllum á morgun þegar KR og ÍBV mætast. Eyjamenn geta fellt KR-inga niður í Lengjudeildina en KR hefur í sögunni aðeins einu sinni fallið, það var árið 1977.

Helgi Mikael Jónasson fær það verkefni að dæma í Vesturbænum. Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson verða aðstoðardómarar og fjórði dómari verður Arnar Þór Stefánsson.

Einn leikur verður í kvöld en þá mætast Breiðablik og Víkingur í efri hlutanum. Blikar þurfa á sigri að halda gegn Íslandsmeisturunum.

Hér að neðan má sjá hverjir dæma leiki umferðarinnar:

laugardagur 18. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)

sunnudagur 19. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Valur-FH (Sigurður Hjörtur Þrastarson)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Afturelding-Vestri (Ívar Orri Kristjánsson)
14:00 KR-ÍBV (Helgi Mikael Jónasson)
14:00 KA-ÍA (Gunnar Freyr Róbertsson)

mánudagur 20. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Fram-Stjarnan (Dómari hefur ekki verið opinberaður)

Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Hvernig fer KR - ÍBV á sunnudag?
Athugasemdir
banner