Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep sló á létta strengi: Svekktur að Haaland hafi ekki skorað fjögur eða fimm
Mynd: EPA
Man City vann Everton með tveimur mörkum gegn engu í úrvalsdeildinni í dag. Erling Haaland skoraði bæði mörkin í seinni hálfleik.

„Týpískur fyrri hálfleikur eftir landsleikjahlé. Við gátum ekki náð seinni boltum. Everton og David Moyes eru að vinna stórkostlega vinnu. Gæðin eru til staðar og þeir eru með langa bolta og reynslumikla varnarmenn," sagði Pep Guardiola.

Guardiola sló á létta strengi þegar hann var spurður út í frammistöðu Haaland.

„Svekktur að hann hafi ekki skorað fjögur eða fimm. Án gríns er ég mjög ánægður en við getum ekki treyst bara á hann, við þurfum aðra leikmenn. Þeir þurfa að stiga upp og skora," sagði Guardiola.

„Þeir fengu tækifæri til þess og verða að skora. Á þessu getustigi verða þeir að setja pressu á sig. Savinho, Doku og Reijnders fengu færi, þeir verða að skora annars getum við ekki gert það sem við viljum."
Athugasemdir
banner