Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tomasz Luba heldur áfram með Árborg (Staðfest)
watermark
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Tomasz Luba er búinn að framlengja samning sinn við Árborg og mun þjálfa félagið í 4. deildinni á næsta ári.

Luba hefur verið að gera góða hluti með Árborg og rétt missti liðið af sæti í 3. deildinni eftir sumarið.

Árborg endaði í þriðja sæti 4. deildar, einu stigi eftir KFK sem tryggði sér sæti í 3. deild.

„Tomasz hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir félagið síðustu tvö ár og náð að byggja upp faglegt starf með sínum gildum og áherslum hjá Árborg," segir meðal annars í tilkynningu frá Árborg á samfélagsmiðlum.

Luba tók við Árborg fyrir tímabilið í fyrra og var nokkuð nálægt því að koma liðinu upp um deild í fyrstu tilraun. Hann komst enn nær í annarri tilraun og verður spennandi að fylgjast með þriðju tilrauninni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner