
sunnudagur 18. desember
15:00 Úrslitaleikurinn: Argentína - Frakkland
Lusail leikvangurinn er vettvangur úrslitaleiks HM. Tvö bestu lið mótsins leika um bikarinn. Argentína gegn Frakklandi. Messi gegn Mbappe. Flautað til leiks klukkan 15.
15:00 Úrslitaleikurinn: Argentína - Frakkland
Lusail leikvangurinn er vettvangur úrslitaleiks HM. Tvö bestu lið mótsins leika um bikarinn. Argentína gegn Frakklandi. Messi gegn Mbappe. Flautað til leiks klukkan 15.
Lestu um leikinn: Argentína 7 - 5 Frakkland
Leikvangur: Lusail leikvangurinn
Skærustu stjörnurnar:
Messi hefur verið gjörsamlega geggjaður á þessu móti. Sá besti í sögunni að margra mati, líklega flestra. Það eina sem vantar í ferilskrá Messi er heimsmeistarabikarinn. Í dag leikur hann sinn síðasta heimsmeistaraleik. Hvernig endar sagan?
Kylian Mbappe var meðal markaskorara þegar Frakkland vann Króatíu 4-2 í úrslitaleik HM 2018. Frakkar stefna á að verða annað liðið til að vinna HM tvisvar í röð. Brasilía vann HM í Svíþjóð 1958 og svo aftur í Síle fjórum árum síðar.
Líkleg byrjunarlið:
Mikið hefur verið talað um veikindi í franska hópnum en í liðinni viku var flensa að hrjá nokkra leikmenn.
Argentína: E. Martinez; Molina, Romero, Otamendi, Acuna; De Paul, Fernandez, Mac Allister; Di Maria, Messi, Alvarez
Frakkland: Lloris; Kounde, Varane, Upamecano, T. Hernandez; Tchouameni, Rabiot; Dembele, Griezmann, Mbappe; Giroud
Dómari: Szymon Marciniak
Athugasemdir