Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. desember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scaloni veit hvernig hann getur skaðað Frakkana
Mynd: EPA

Lionel Scaloni landsliðsþjálfari Argentínu er spenntur fyrir eftirvæntum úrslitaleik HM í Katar.


Þar á Argentína leik við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og er búist við gífurlega spennandi slag. Scaloni segist vera kominn með skýrt leikplan sem hann sé viss um að muni skaða Frakkana.

„Strákarnir eru í topp formi. Við vitum hvar við getum meitt Frakkana. Við erum með skýrt leikplan, við vitum hvernig við ætlum að sækja á þá," sagði Scaloni á fréttamannafundi í gær.

Scaloni hefur prófað ýmsar uppstillingar á landsliðsæfingum undanfarna daga og er líklegt að hann muni leggja áherslu á að stöðva Kylian Mbappe, skærustu stjörnu í liði Frakka. Sömuleiðis er búist við því að Frakkar muni gera sitt besta til að loka á Lionel Messi, en þessir tveir samherjar hjá PSG eru markahæstir á mótinu með fimm mörk á haus.

„Við ætlum að passa að Mbappé fái ekki að snerta boltann mikið en við vitum að þetta franska lið er miklu meira en bara Mbappe. Alveg eins og Argentína er meira en bara Messi. Við munum gera allt í okkar valdi til að gera Messi kleift að lyfta titlinum eftir úrslitaleikinn. Að okkar mati er hann besti fótboltamaður allra tíma."

Argentína og Frakkland hafa bæði unnið HM í tvígang. Argentína vann síðast 1986 en Frakkar unnu 1998 og 2018 og hafa verið gífurlega sterkir síðustu áratugi.

Argentína komst síðast í úrslitaleikinn 2014 en tapaði þar fyrir Þýskalandi eftir að Mario Götze skoraði sigurmark í uppbótartíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner