„Róbert var lengi úti og það eru lið sem eru að fylgjast með honum. Síðan er Sveinn Gísli með eiginleika sem eru rosalega spennandi.“
„Við ætlum að bæta gæðum við hópinn, það er alveg ljóst. En það er hægara sagt en gert í ljósi þess að við teljum okkur vera með valinn mann í hverju rúmi,“ segir Kári Árnason yfirmaður fótboltamála Víkings í samtali við Fótbolta.net.
Kári segir jafnframt mögulegt að Víkingur missi leikmenn erlendis í janúarglugganum.
Við verðum próaktívir þegar kemur að sumum stöðum. Okkur finnst vanta kannski í ákveðnar stöður, síðan verðum við að bíða fram í janúar og sjá hvað gerist. Það er líklegt að einhverjir fari erlendis.
Maður heyrir alltaf af einhverjum áhuga héðan og þaðan, en það hefur ekkert konkret komið upp.“
Kári segir jafnframt mögulegt að Víkingur missi leikmenn erlendis í janúarglugganum.
Við verðum próaktívir þegar kemur að sumum stöðum. Okkur finnst vanta kannski í ákveðnar stöður, síðan verðum við að bíða fram í janúar og sjá hvað gerist. Það er líklegt að einhverjir fari erlendis.
Maður heyrir alltaf af einhverjum áhuga héðan og þaðan, en það hefur ekkert konkret komið upp.“
Davíð Helgi Aronsson er átján ára hafsent sem lék á láni hjá Njarðvík í sumar. Kári var spurður um hvort að hann verði sendur aftur út á láni.
„Það fer svolítið eftir hvað gerist með okkar menn. Ef Sveinn Gísli eða Róbert Orri fara þá er Davíð í leikmannahóp okkar. Hann er auðvitað gríðarlega spennandi hafsent.“
Eru það leikmenn sem gætu farið út í janúar?
„Það gæti farið þannig já. Róbert var lengi úti og það eru lið sem eru að fylgjast með honum. Síðan er Sveinn Gísli með eiginleika sem eru rosalega spennandi; Gríðarlegan styrk og góður í návígum.“
Kristján Snær Frostason og fleiri ungir leikmenn eru að æfa með Víkingum þessa stundina.
„Við erum fáliðaðir núna, við gáfum leikmönnum frí fram í janúar. Að sökum þess að við vorum í mjög löngu tímabili. Við erum að leyfa strákum að spreyta sig og við skoðum þá. En við erum ekki að fara bæta honum (Kristjáni) við leikmannahópinn.“
Athugasemdir





