Breiðablik heimsækir franska liðið Strasbourg í síðasta leiknum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Með sigri getur Breiðablik komist áfram en Strasbourg getur gulltryggt sér efsta sætið í deildinni.
Englendingurinn Liam Rosenior tók við sem stjóri Strasbourg í fyrrasumar af Patrick Vieira og kom liðinu í Sambandsdeildina. Liðið er í Evópubaráttu í deildinni um þessar mundir þar sem liðið situr í 7. sæti.
Englendingurinn Liam Rosenior tók við sem stjóri Strasbourg í fyrrasumar af Patrick Vieira og kom liðinu í Sambandsdeildina. Liðið er í Evópubaráttu í deildinni um þessar mundir þar sem liðið situr í 7. sæti.
„Þegar ég kom sögðu allir að þetta myndi ekki ganga upp. Allir sögðu að þetta væri klikkað verkefni, ungir leikmenn myndu ekki hlusta og ég spilaði klikkaðan fótbolta," sagði Rosenior fyrir leikinn gegn Blikum.
„VIð erum í Evrópu, á toppnum í Sambandsdeildinni og með yngsta lið í sögu félagsins. Við spilum á þriggja til fjögurra daga fresti. Ég er stoltur að vera hérna með þessum hópi, ég mun hugsa um það seinna hvað við höfum gert."
Hann fór einnig yfir við hverju hann býst af Breiðabliki.
„í þeim leikjum sem við höfum skoðað hafa þeir pressað hátt og fallið líka niður, það fer eftir andstæðingnum og hvernig leikurinn er að spilast. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir allt," sagði Rosenior.
„Þeir hafa átt góða frammstöðu á mótinu. Þeir gerðu jafntefli gegn Samsunspor og unnu Shamrock Rovers sannfærandi á heimavelli. Við erum meðvitaðir um styrkleika þeirra. Ég óska þess að ljúka þessum hluta keppninnar á toppnum."
Athugasemdir




