Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   mán 19. febrúar 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kalvin Phillips: Vona að minn skammtur af ógæfu sé búinn
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips skipti yfir til West Ham United á lánssamningi í janúarglugganum en hefur alls ekki farið vel af stað með Hömrunum.

Hann fékk rautt spjald í 2-0 tapi gegn Nottingham Forest um helgina eftir að hafa gerst sekur um að gefa Bournemouth og Manchester United mörk í fyrstu leikjum sínum fyrir félagið. Hann vonast til að snúa slæmri byrjun sem fyrst.

„Þeir segja að ógæfa komi í þremur þannig að ég vona að minn skammtur sé búinn," sagði Phillips í viðtali við Sky Sports.

„Ég vildi fá ferska byrjun hérna hjá West Ham en þetta hefur ekki farið eins og ég hafði óskað mér, það er augljóst. Ég veit hvernig fótboltinn virkar og ég veit að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun gæfan snúast mér í hag. Það er mikil vinna framundan.

„Ég hef ekki spilað reglulegan byrjunarliðsfótbolta svo lengi að ég er ryðgaður. Ég hef vissulega verið að æfa með bestu fótboltamönnum í heimi undanfarin ár en ég þarf að venjast því að spila heila fótboltaleiki. Maður getur æft eins mikið og maður vill en maður kemst ekki í keppnisstand án þess að spila keppnisleiki."


West Ham er aðeins búið að fá eitt stig úr fjórum leikjum frá komu Phillips til félagsins, en næsti leikur er á heimavelli gegn Brentford. Þar mætir Ivan Toney til leiks en hann er strax kominn á skrið eftir átta mánaða fjarveru frá keppnisleikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 33 24 7 2 75 31 +44 79
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
4 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
5 Newcastle 33 18 5 10 62 44 +18 59
6 Chelsea 33 16 9 8 58 40 +18 57
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Bournemouth 33 13 10 10 52 40 +12 49
9 Fulham 33 13 9 11 48 45 +3 48
10 Brighton 33 12 12 9 53 53 0 48
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Everton 33 8 14 11 34 40 -6 38
14 Man Utd 33 10 8 15 38 46 -8 38
15 Wolves 33 11 5 17 48 61 -13 38
16 Tottenham 33 11 4 18 61 51 +10 37
17 West Ham 33 9 9 15 37 55 -18 36
18 Ipswich Town 33 4 9 20 33 71 -38 21
19 Leicester 33 4 6 23 27 73 -46 18
20 Southampton 33 2 5 26 24 78 -54 11
Athugasemdir
banner