Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir ástandið hjá Tottenham sorglegt - „Góð leið til að missa klefann"
Antonio Conte vill fara frá Tottenham
Antonio Conte vill fara frá Tottenham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Conte skaut létt á Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, á blaðamannafundinum
Conte skaut létt á Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, á blaðamannafundinum
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham Hotspur, er á barmi þess að vera rekinn frá félaginu og þá sérstaklega eftir stormasaman blaðamannafund eftir 3-3 jafnteflið við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Blaðamannafundur Conte kom á óvart eða já, kannski ekkert svo mikið á óvart.

Hann virðist alls ekki ánægður hjá félaginu og gagnrýndi félagið á fundinum. Það kemur honum lítið á óvart að það hafi ekki unnið neitt í meira en áratug og að leikmennirnir séu ekki að gera honum neina greiða á vellinum.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky, sagði að Conte væri þarna að reyna að láta reka sig, enda væri hann búinn að fá nóg en Fabrizio Romano heldur því fram að Conte verði stjóri Tottenham út leiktíðina og síðan mun félagið finna nýjan stjóra.

Sorglegt ástand

Jamie Redknapp, sem starfar einnig hjá Sky, segir það einmitt eins og Carragher, vera frekar ljóst að Conte hafi engan áhuga á að vera þarna lengur og að ummæli hans hafi verið góð leið til að missa búningsklefann.

„Mér finnst eins og það sé bara ekki hægt að halda honum í starfi lengur. Ég get ekki séð hvert hann á að fara með liðið eftir þetta,“ sagði Redknapp á Sky.

„Mér fannst hann reyna að komast úr þessu starfi eftir tapið á móti Nottingham Forest í deildabikarnum. Tottenham er með sögu um það að reka þjálfarana, jafnvel fyrir bikarúrslitaleiki og þegar þú byrjar að benda á einstaka leikmenn þá er það góð leið til að missa búningsklefann.“

„Hann er meira að tala um eigendur félagsins þegar hann talar um að félagið hafi ekki unnið titil í fimmtán ár síðan núverandi stjórnarformaður kom til félagsins. Félagið hefur verið með tíu eða ellefu stjóra og það frábæra stjóra, en aldrei unnið neitt. Hann er að segja að á meðan eigendurnir stýra þessu, eru þeir þá einhvern tímann að fara að kaupa leikmennina sem félagið í raun og veru þarf?“

„Ég hélt að Conte gæti verið sá sem myndi fá fá að stjórna öllu og kaupa þá leikmenn sem hann vill fá en ég held að hann hafi verið þvingaður í að taka fullt af leikmönnum.“

„Venjulega þegar hann hefur verið hjá félagi í tvö eða þrjú ár þá vinnur hann eitthvað, en meira hann hefur ekki trú á því að hann geti unnið eitthvað hjá Tottenham. Það er sorglegt ástand,“
sagði Redknapp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner