Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fös 19. apríl 2024 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Aðstaða sem sést ekki annars staðar á Íslandi
'Það er allt til alls til að verða betri leikmaður'
'Það er allt til alls til að verða betri leikmaður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri og Ísak eru orðnir liðsfélagar aftur. Þeir léku saman með Keflavík á sínum tíma.
Sindri og Ísak eru orðnir liðsfélagar aftur. Þeir léku saman með Keflavík á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki mörg lið sem fara norður og vinna.
Ekki mörg lið sem fara norður og vinna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ísak Óli Ólafsson gekk í raðir FH fyrir tímabilið. Hann var keyptur frá danska félaginu Esbjerg og skrifaði undir fjögurra ára samning við Fimleikafélagið.

Ísak er 23 ára miðvörður sem á að baki tvo A-landsleiki og hefur nokkrum sinnum verið í landsliðshópnum. Hann ræddi við Fótbolta.net um komuna í FH og fyrstu vikurnar í dag.

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég er kominn í FH sem ég ætla ekkert endilega að fara mikið út í. Ég er aðallega bara hrikalega spenntur fyrir FH og því sem er að gerast þar. FH var langfyrsti og í raun eini kosturinn hjá mér (á Íslandi)," sagði Ísak við Fótbolta.net.

„Það voru einhver samtöl en ekkert sem ég var jafn spenntur fyrir og FH. Ég lagði mikla áherslu á að koma fyrir mót, þurfti að ýta svolítið á það. FH-ingarnir vildu fá mig fyrir mót. Ef ég hefði komið í glugganum þá hefðu 13 leikir verið búnir. Það er gott fyrir alla aðila að þetta fór í gegn. Esbjerg fékk sitt, FH ýtti þessu í gegn."

„Það er frábært að vera kominn í FH, þetta er risaklúbbur og aðstaðan þarna... ég veit ekki hvort það sé hægt að finna svona (annars staðar) á Íslandi og mögulega ekki í Skandinavíu. Það er allt til alls til að verða betri leikmaður."

„Esbjerg er rosastór klúbbur og þar er mjög góð aðstaða. Ég var áður hjá SönderjyskE og ef ég ber aðstöðu FH sanab við aðstöðunar þar þá er FH með töluvert betri aðstöðu. Innihallirnar, ræktaraðstaðan og þjálfunaraðstaðan er til fyrirmyndar, alveg svakalega flott."

„Það er frábært að mæta til vinnu. FH sem klúbbur heldur mjög vel utan um leikmennina sína. Ég get ekkert, allavega þessar fyrstu vikur, sett út á það."


Ísak segist ekki hafa séð svona sterka íslenska deild í mörg, mörg ár. „Það er hrikalega gaman að vera partur af henni. Auðvitað vitum við að það er einn maður sem ýtir þessu upp á annað plan og það er bara gaman af því að vera partur af þessu," sagði Ísak sem ræðir um byrjunina á tímabilinu í viðtalinu og leikinn gegn HK á morgun.

En að Gylfa Þór Sigurðssyni sem Ísak nefnir án þess að nefna. Þegar hann kemur í deildina, verður það þá þeim mun meira heillandi að spila í deildinni?

„Ég held það. Prófíll eins og hans lyftir öllu upp á annað plan; umfjöllun og fleiri koma á leiki. Það eiga allir að vera ánægðir að hann sé kominn í deildina."

Hvað getur FH farið langt í sumar?

„Við getum alveg farið langt og eigum að stefna hátt. Við erum með hrikalega sterkan leikmannahóp og frábæra þjálfara. Við eigum allavega að stefna á... ég vil ekki segja of mikið en ég vil stefna á Evrópusæti," sagði Ísak.

Í viðtalinu ræðir hann um tíma sinn í Danmörku þar sem hann lék með bæði Esbjerg og Sönderjyske. Hann ræðir einnig um það að vera aftur orðinn liðsfélagi bróður síns, Sindra Kristins. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner