Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Þetta var undanúrslitaleikur
Mynd: EPA
Jürgen Klopp var kátur eftir 0-3 sigur Liverpool gegn Burnley í kvöld. Sigurinn kemur Liverpool í frábæra stöðu í baráttunni um síðasta Meistaradeildarsætið.

Liverpool nægir sigur í lokaumferðinni, á heimavelli gegn Crystal Palace, til að tryggja sér fjórða sætið. Nema Leicester vinni Tottenham með miklum mun.

„Þetta var undanúrslitaleikur sem við urðum að vinna og við gerðum það. Það er ekkert ákveðið en núna er úrslitaleikurinn framundan og við verðum að vinna hann," sagði Klopp.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, þeir voru með 3000 stuðningsmenn en mér fannst strákarnir höndla þetta frábærlega. Þeir létu ekki slá sig út af laginu og spiluðu góðan fótbolta.

„Við mættum ekki í leikinn til að reyna að bæta markatöluna okkar. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik alla leið, þú getur ekki mætt til Burnley og búist við að vinna með þremur. Það er ekki venjulegt.

„Það er aldrei auðvelt að spila við Burnley. Þeir voru mjög erfiðir en við nýttum færin okkar."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner