Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 19. maí 2023 10:33
Elvar Geir Magnússon
„Að mínu mati ekki aukaspyrna, bara lélegur varnarleikur“
Árbæingar voru óánægðir með dómgæsluna í leiknum.
Árbæingar voru óánægðir með dómgæsluna í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fylkir eru svolítið hlunnfarnir í stórum atriðum í dómgæslunni í þessum leik. Að mínu mati er þetta samt ekki aukaspyrna í lokin, bara lélegur varnarleikur hjá Fylki," sagði Hörður Magnússon í bikarþættinum á RÚV.

„Mér fannst þessi skelfilega dómgæsla standa upp úr þessum leik," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkismanna, eftir 3-4 tap liðsins gegn KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Hörður er sammála því að hallað hafi á Fylki í dómgæslunni, meðal annars í þriðja marki KR. Þá voru Fylkismenn 10 á móti 11 þar sem Jóhann Ingi dómari hleypti ekki Orra Sveini Stefánssyni inn á en hann var einmitt búinn að hleypa Jakobi Franz Pálssoni, leikmanni KR, inn á skömmu áður.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

„Það var vafasamt að hleypa þeim ekki báðum inná. Annað hvort báðir eða hvorugir," segir Hörður sem vildi líka sjá rautt spjald fara á loft á leikmann KR, Finn Tómas Pálmason, í leiknum.

„Hann fer með báðar fætur af jörðinni. Það er ekki honum að þakka að hann stórslasi ekki Fylkismanninn. Beint rautt að mínu mati, beint rautt."

En eins og áður segir er Hörður þó ekki sammála Rúnari Páli í því að Fylkir hefði átt að fá aukaspyrnu í aðdraganda sigurmarksins. Arnór Gauti Jónsson lá þá eftir baráttu um boltann við Jóhannes Kristin Bjarnason.

Markið má sjá hér að neðan:

Rúnar Páll um markið umdeilda: Skelfileg dómgæsla sem stóð upp úr
Athugasemdir
banner
banner
banner