
Núna rétt í þessu var dregið í átta-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.
Það voru sex lið úr Bestu deildinni í pottinum ásamt tveimur liðum úr Lengjudeildinni.
Það voru sex lið úr Bestu deildinni í pottinum ásamt tveimur liðum úr Lengjudeildinni.
Íslandsmeistarar Breiðabliks fá heimaleik gegn FH og KR tekur á móti Stjörnunni í Vesturbænum. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara á Akureyri og mæta Þór, en Grindavík - sem sló út Val - fer líka á Akureyri og mætir KA.
Átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins fara fram dagana 5. og 6. júní. Það eru mánudagur og þriðjudagur.
8-liða úrslitin:
Þór - Víkingur Reykjavík
KR - Stjarnan
Breiðablik - FH
KA - Grindavík
Athugasemdir