Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. maí 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik ekki bara að elta Val í töflunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vekur athygli þegar leikjaniðurröðunin er skoðuð að horfa í síðustu leiki hjá Val og Breiðabliki, liðin sem eru í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Breiðablik mætir KA á sunnudag og verður það fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik mætir andstæðingi sem mætti Val í umferðinni á undan. Þetta er alls ekki einsdæmi, KA elti leikjaprógram Vals í fyrra og Fram er sem dæmi að elta Breiðablik - svo eitthvað sé nefnt.

Það má mögulega kalla Breiðablik óheppið að vera elta Val þessa dagana þar sem Valur hefur unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum í deildinni. Þá óheppið með að fá mjög særða andstæðinga.

Síðustu þrjá deildarleiki hefur Valur unnið með fjórtán mörkum; 1-6 gegn Fylki, 5-0 gegn KR og 0-4 gegn KA.

Bæði Fylkir og KR létu Íslandsmeistarana heldur betur hafa fyrir hlutunum, þéttu sinn varnarleik og náðu meistararnir lítið að skapa sér. Niðurstaðan þó tveir sigrar hjá Blikum.

„Ég myndi halda að stóru prófin eru að koma núna, KA á sunnudaginn og Valur þar á eftir. Ég kvarta ekki yfir því að við séum búnir að vinna þessa leiki og mér finnst spilamennskan heilt yfir kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma kafla. Nú er að fjölga góðu köflunum, lengja þá og setja saman heillega 90 mínútna frammistöðu, það er næsta markmið okkar," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn Þrótti í bikarnum í gær sem var fimmti sigur Breiðabliks í röð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner