Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. maí 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Segi frá dýpstu hjartarótum að ég gerði allt sem ég gat"
,,Ég fæ gæsahúð bara við að hugsa til baka''
Ég segi frá dýpstu hjartarótum að ég gerði allt sem ég gat
Ég segi frá dýpstu hjartarótum að ég gerði allt sem ég gat
Mynd: Getty Images
Það var risastórt augnablik á mínum ferli, og stuðningsmennirnir voru ótrúlegir þann daginn
Það var risastórt augnablik á mínum ferli, og stuðningsmennirnir voru ótrúlegir þann daginn
Mynd: EPA
Á þriðjudag var staðfest að Phil Jones myndi yfirgefa Manchester United eftir tólf ár hjá félaginu. Jones er 31 ára hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla. Hann hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu.

Alls lék hann 229 leiki fyrir United og skoraði sex mörk. Þá á hann að baki 27 leiki fyrir enska landsliðið.

Hann kom frá Blackburn 2011 og vann úrvalsdeildina, bikarinn, deildabikarinn, Evrópudeildina og Samfélagsskjöldinn í tvígang sem leikmaður United.

„Ég hef lagt mikið á mig, unnið sleitulaust - ég bókstaflega gerði allt sem ég gat," sagði Jones í viðtali sem United birti.

„Ég reyndi að koma til baka eins fljótt og auðið var í hvert einasta skipti sem ég var frá á síðustu árum. Ég hefði óskað þess að hafa spilað meira, gefið meira til leikmannahópanna sem ég hef verið hluti af. Ég segi frá dýpstu hjartarótum að ég gerði allt sem ég gat," sagði Jones.

Síðasti leikur hans fyrir félagið var 3-0 sigur gegn Brentford í lok síðasta tímabils.

„Síðustu ár hafa verið erfið, það er ekki hægt að neita því. Fjölskyldan hefur verið algjör lykill í því að halda mér gangandi í að reyna koma til baka og spila meira. Ég held að hápunkturinn hafi verið leikurinn gegn Wolves í fyrra, þegar ég kom til baka. Það var augnablik sem ég mun aldrei gleyma. Ég fæ gæsahúð bara við að hugsa til baka. Ég lagði svo, svo mikið á mig til að geta spilað."

„Það var risastórt augnablik á mínum ferli, og stuðningsmennirnir voru ótrúlegir þann daginn. Ástin sem ég fékk frá þeim í, leiknum, ástríðan sem þeir sýndu, stórkostlegt."

„Ég get ekki þakkað þeim nóg fyrir þa. Þeir hafa sýnt mér stöðugan stuðning í gegnum allan tímann minn hér,"
sagði Jones.

Manchester United sendi svo skilaboð til Jones.

„Númer fjögur er núna að taka sér smá tíma áður en hann ákveður næsta skref. Allir hjá United vilja óska Phil alls hins besta í framtíðinni."


Athugasemdir
banner