Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. maí 2023 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurkoman sem átti að vera ómöguleg
Eftir leikinn í gær.
Eftir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
„Þetta átti að vera ómögulegt," skrifar Nancy Froston í grein sinni fyrir The Athletic um atburði gærkvöldsins.

Hún er þar að skrifa um sigur Sheffield Wednesday í undanúrslitum umspilsins í ensku C-deildinni.

Wednesday, sem er sögurfrægt félag á Englandi, tók á móti Peterborough í seinni leik liðanna á heimavelli sínum í Sheffield. Fyrri leikurinn endaði nokkuð óvænt með 4-0 sigri Peterborough.

„Það var búið að negla síðustu naglana í kistuna. Ekkert lið hafði komið til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir í sögu umspilsins."

En það gerðist í gær í fyrsta sinn.

Sheffield Wednesday komst snemma í 2-0 og var staðan þannig í hálfleik. Vonin varð enn meiri þegar um 20 mínútur voru eftir er þriðja markið kom. En vonin var við það að deyja á nýjan leik áður en Wednesday-menn skoruðu fjórða mark sitt á 98. mínútur - ótrúlegar senur á Hillsborough.

Gestirnir í Peterborough voru aftur með pálmann í höndunum þegar Lee Gregory gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik framlengingarinnar, en Wednesday var ekki á því að gefast. Þeir skoruðu aftur á 112. mínútu og jöfnuðu metin aftur. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni og þar kláraði Wednesday ótrúlega endurkomu sína.

Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn í sigurvímu þegar flautað var til leiksloka. Eftir þessi sögufrægu úrslit þá mætir Sheffield Wednesday annað hvort Barnsley eða Bolton í úrslitaleiknum. Það ræðst í kvöld hvort liðið fer í úrslitaleikinn á Wembley.


Athugasemdir
banner
banner
banner