
KA verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu í dag en liðið lagði HK í Kórnum í gær.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 KA
Ívar Örn Árnason skoraði fyrsta markið þegar hann fékk skot Hallgríms Mar Steingrímssonar í afturendann og þaðan fór boltinn í netið.
Hallgrímur skoraði sjálfur annað markið úr vítaspyrnu og Bjarni Aðalsteinsson skoraði síðasta markið beint úr aukaspyrnu.
KA fékk annað víti í leiknum en það þótti mjög umdeilt. Hallgrímur tók vítið og klúðraði. Hann var í viðtali hjá Rúv eftir leikinn þar sem hann var spurður hver muni taka næsta víti.
„Ég tek næsta víti. Þetta var ekki brot þannig ég ákvað bara að taka séns, bara fair play," sagði Hallgrímur Mar léttur.
Athugasemdir