Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 19. maí 2023 08:35
Elvar Geir Magnússon
Mane, Orban, Rabiot og Kim orðaðir við Man Utd
Powerade
Snýr Sadio Mane aftur í enska boltann?
Snýr Sadio Mane aftur í enska boltann?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mane, Mac Allister, Mount, Loftus-Cheek, Toney, Ancelotti, Bellingham og fleiri í slúðurpakkanum á föstudegi. Tímabilið er að klárast og nóg af sögum í gangi.

Manchester United og Newastle United eru talin líklegustu félögin til að kaupa senegalska sóknarleikmanninn Sadio Mane (31). Hann hefur ollið vonbrigðum hjá Bayern München sem keypti hann frá Liverpool. (Mail)

Chelsea, Manchester United, Tottenham og Fulham eru meðal félaga sem hafa áhuga á nígeríska framherjanum Gift Orban (20) hjá Gent. (Evening Standard)

Manchester United er að ganga frá áætlunum sínum fyrir sumarið. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (28) hjá Juventus er kominn aftur á blað, ásamt Suður-kóreska varnarmanninum Kim Min-jae (26) hjá Napoli. (Mirror)

Paris St-Germain hyggst einnig reyna við miðvörðinn Kim Min-jae en fulltrúar Frakklandsmeistarana hafa hitt umboðsmann leikmannsins. (RMC Sport)

Liverpool gæti reynt við Alexis Mac Allister (24) miðjumann Brighton, Mason Mount (24) miðjumann Chelsea og Ryan Gravenberch (21) miðjumann Bayern München. (Liverpool Echo)

Liverpool er einnig hrifið af Orkun Kökcu (22), tyrkneskum miðjumanni Feyenoord. (Football Transfers)

Manchester City hefur áhuga á króatíska varnarmanninum Josko Gvardiol (21) en þýska félagið vill fá 85 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Mail)

William Saliba (22), varnarmaður Arsenal, mun í sumar fara inn í sitt síðasta ár í samningi sínum. Franski landsliðsmaðurinn hefur ekki gert samkomulag um nýjan samning. (Goal)

Manchester United vill verðlauna argentínska varnarmanninn Lisandro Martínez (25) með nýjum samningi eftir gott fyrsta tímabil eftir að hafa verið keyptur frá Ajax. (Sky Sports)

Ruben Loftus-Cheek (27), miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins, er á óskalista AC Milan en félagið ætlar að endurnýja leikmannahóp sinn eftir tapið gegn Inter í Meistaradeildinni. (Fabrizio Romano)

Tottenham hefur hafið viðræður við Arne Slot, stjóra Feyenoord. (Football Insider)

Ekvadorski miðjumaðurinn Kendry Paez (16) hefur gert samkomulag við Chelsea. Manchester United hafði einnig áhuga á að fá hann. (El Canal del Futbol)

Brentford ætlar að hefja samningaviðræður við enska framherjann Ivan Toney (27) í lok tímabilsins, þrátt fyrir að hann sé kominn í átta mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. (Mail)

Brentford vill fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (24) frá Coventry til að fylla skarð Toney. (TalkSport)

Julen Lopetegui stjóri Wolves vonar að félagið geti leyst vandamál við að standa fjárhagsreglur en það gæti hamlað honum í að styrkja liðið í sumar. (Times)

Tap Real Madrid fyrir Manchester City gæti stuðlað að brotthvarfi Carlo Ancelotti frá spænska stórliðinu. (Guardian)

Russell Martin, stjóri Swansea, er einn af þeim sem er líklegastur til að verða næsti stjóri Southampton. (Sky Sports)

Vængmaðurinn Simon Adingra (21) hjá Brighton er á óskalistum félaga í Þýskalandi og Frakklandi eftir vel heppnaða lánsdvöl í Belgíu með Union Saint-Gilloise. (90min)

Sunderland er komið vel á veg í viðræðum um kaup á Jobe Bellingham (17) frá Birmingham, yngri bróður Jude Bellingham stjörnu Borussia Dortmund. (Sky Sports)

Steve Morison (39), fyrrum framherji velska landsliðsins, gæti tekið aftur við Cardiff City en hann var rekinn frá félaginu fyrir átta mánuðum. (Wales Online)
Athugasemdir
banner