Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 19. maí 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martinelli missir af síðustu tveimur leikjunum
Gabriel Martinelli mun ekki ná að spila síðustu tvo leiki Arsenal á tímabilinu vegna meiðsla. Þetta staðfesti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag.

Martinelli meiddist gegn Brighton um síðustu helgi þegar Moises Caicedo fór í hann í tæklingu.

Arsenal á leik gegn Nottingham Forest á morgun og svo leik gegn Wolves í lokaumferðinni.

Arteta staðfesti að Oleksandr Zinchenko myndi einnig missa af loka leikjunum. Þegar var búið að staðfesta að William Saliba yrði ekki meira með.

„Þeir eru báðir frá út tímabili. Það er öðruvísi með Gabi, þau meiðsli eru frekar ömurleg. Við þurfum að sjá í vikunni hvað hann verður lengi frá, en það verður allavega í vikum talið. Varðandi Alex (Zinchenko) þá eru þetta kálfameiðsli," sagði Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner