Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. maí 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Myndi senda hann mögulega með Norrænu aftur til Noregs"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Simen Kjellevold markvörður KR hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í sumar fyrir slaka frammistöðu.

Hann fékk traustið í bikarnum í gær þegar KR lagði Fylki og fékk á sig þrjú mörk.


Hann var umræðuefni í Bikarkvöldi á Rúv í gær eftir umferðina þar sem Höddi Magg og Adda Baldursdóttir gagnrýndu hann.

„Ég verð að segja að Simen Kjellevold, ef ég væri forráðamaður KR myndi ég senda hann mögulega með Norrænu aftur til Noregs. Hann er ekki að gera neitt fyrir þá. Ef þetta heldur áfram gæti KR farið úr deild þeirra bestu," sagði Höddi Magg.

„Maður hugsar líka: Hversu mikið traust er hann með? Maður sér það í bikarleikjum að það er oft skipt um markmenn en þeir halda sama markmanninum, hann er búinn að gera ótal mistök í sumar," sagði Adda.


Athugasemdir
banner
banner