fös 19. maí 2023 08:49
Elvar Geir Magnússon
„Nafn hans lifir í sögubók West Ham að eilífu“
Pablo Fornals og Declan Rice.
Pablo Fornals og Declan Rice.
Mynd: EPA
Declan Rice fyrirliði West Ham hrósar liðsfélaga sínum Pablo Fornals í hástert en mark hans innsiglaði sigur gegn AZ Alkmaar í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu.

„Nafn hans lifir í sögubók West Ham að eilífu,“ segir Rice um Fornals. West Ham er komið í fyrsta úrslitaleik sinn í Evrópukeppni síðan 1976.

Þetta var aðeins annað mark Fornals síðan 9. nóvember.

„Hann hefur ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað á þessu tímabili en alltaf þegar hann kemur inn þá gefur hann allt í þetta fyrir merkið, fyrir treyjuna," segir Rice en West Ham vann samtals 3-1 sigur í einvíginu.

David Moyes, stjóri West Ham, hrósar Fornals á svipaðan hátt.

„Hann er sannur liðsmaður. Ef það var einhver leikmaður sem ég vonaðist eftir að myndi skora í dag þá var það Pablo," segir Moyes en West Ham leikur við Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þann 7. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner