Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. maí 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Robertson heldur í vonina um Meistaradeild á næstu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andy Robertson bakvörður Liverpool er ekki búinn að gefast upp á Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð en Liverpool er í erfiðri stöðu fyrir tvo síðustu leikina í úrvalsdeildinni.


Liverpool er stigi á eftir Manchester United sem á einnig leik til góða. Liverpool mætir Aston Villa á morgun og Southampton í síðustu umferðinni um næstu helgi.

„Við höfum fundið smá takt. Vonandi náum við að halda honum í síðustu tveimur leikjunum og svo framarlega sem við klárum tímabilið vel gefur það okkur eitthvað til að byggja ofan á það sem við höfum gert síðustu fjögur til fimm ár og ekki á þessu tímabili," sagði Robertson.

„Við verðum að stefna á það. Við vitum að við eigum tvo risa leiki eftir og erum enn á eftir meistaradeildarsæti, við erum að pressa á liðin fyrir ofan okkur. Við verðum að halda áfram og sjáum til hvar við verðum næsta sunnudag."


Athugasemdir
banner
banner