Varnarmaðurinn efnilegi Teitur Magnússon mun á næstu dögum yfirgefa uppeldisfélag sitt FH og ganga í raðir OB í Danmörku samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Teitur, sem verður 18 ára á mánudaginn, mun undirrita samning við félagið á næstu dögum.
Hann á sextán leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og lék einn leik með FH í Pepsi-deildinni 2017.
Í fyrra var hann lánaður til Þróttar þar sem hann lék sex leiki og skoraði eitt mark í Inkasso-deildinni.
Teitur, sem verður 18 ára á mánudaginn, mun undirrita samning við félagið á næstu dögum.
Hann á sextán leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og lék einn leik með FH í Pepsi-deildinni 2017.
Í fyrra var hann lánaður til Þróttar þar sem hann lék sex leiki og skoraði eitt mark í Inkasso-deildinni.
OB er stórt félag í Danmörku. Það er staðsett í Óðinsvéum og hafnaði í fimmta sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, og hefur þrisvar orðið Danmerkurmeistari.
Teitur æfði með OB snemma á þessu ári en hann hefur um nokkurt skeið verið undir smásjá erlendra félaga, þar á meðal Stuttgart og Parma.
Athugasemdir