Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Ingvi spáir í 8. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Frábær á Wembley.
Frábær á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gengur vel hjá Njarðvík.
Gengur vel hjá Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ná Jóhann Birnir og ÍR-ingar í sigur gegn toppliðinu?
Ná Jóhann Birnir og ÍR-ingar í sigur gegn toppliðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8. umferð Lengjudeildarinnar fer fram á næstu dögum, umferðin hefst í kvöld og lýkur á laugardag.

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er spámaður umferðarinnar.

Bjarki Steinn Bjarkason spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvo leiki rétta.

Svona spáir Arnór leikjunum:

Grótta 0 - 2 Njarðvik (í kvöld 19:15)
Mínir menn í Njarðvík eru á leiðinni upp. Þeir halda áfram góðri stigasöfnun og vinna þægilega.

Afturelding 2 - 1 ÍBV (fimmtudagur 18:00)
Afturelding var grátlega nálægt því að komast upp í fyrra. Verða að vinna þennan leik ef þeir vilja halda sér í toppbaráttu, og Mosfellingar gera það.

ÍR 1 - 0 Fjölnir (fimmtudagur 19:15)
Minn maður Jóhann Birnir stýrir ÍR til sigurs!

Keflavík 2 - 1 Þróttur R. (fimmtudagur 19:15)
Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík. Jafn leikur en Keflvíkingar vinna.

Grindavík 3 - 1 Dalvík/Reynir (laugardagur 16:00)
Ég vil að Suðurnesjaliðunum gangi vel, svo Grindavík vinnur frekar auðveldlega.

Þór Akureyri 2 - 0 Leiknir R. (laugardagur 16:00)
Leiknismenn dasaðir eftir ferðalagið norður, Þórssigur.

Fyrri spámenn:
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.






Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner