Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   þri 19. júlí 2022 03:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holiday Inn Express, Crewe
Sara stolt af liðinu - „Tilfinningin er önnur núna"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum í gærkvöld.
Frá leiknum í gærkvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var í löngu spjalli eftir síðasta leik liðsins á EM í gærkvöld. Liðið gerði jafntefli við Frakkland.

Ísland fór í gegnum mótið taplaust en komst því miður ekki áfram. Það var afskaplega lítið sem skildi á milli í þessu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Sara eftir jafnteflið gegn liðinu sem er í þriðja sæti á heimslistanum. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta var stórkostlegur leikur á móti einu besta liði heims."

„En það er líka mikið af tárum og svekkelsi. Mótið er búið að vera stöngin út. Mér finnst við eiga skilið að fara áfram úr þessum riðli," sagði fyrirliðinn.

Hún segir að það hafi verið blaut tuska í andlitið að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins en liðið hafi sýnt magnaðan karakter með því að vinna sig aftur inn í leikinn.

„Við áttum stórkostlegan leik, vorum skipulagðar, unnum fyrsta og annan boltann, vorum að búa til færi. Það er ekki oft sem við getum sagt það á móti Frakklandi."

„Það er margt sem er hægt að byggja ofan á. Ég er ánægð en ég veit að við eigum eitthvað inni líka. Síðasta mót var meira svekkjandi og það var vegna þess að við vorum ekki nægilega góðar til að fara áfram. Tilfinningin er önnur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar er Sara spurð út í leikinn gegn Frakklandi, Evrópumótið og úrslitaleikinn sem er framundan eftir nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner
banner